Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill
Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill
Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill
Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill
Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill
Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill
Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill
Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill

Andrea Fanney - Spói herðaslá og trefill

Verð
23.900 kr
Söluverð
23.900 kr

Árið 2007 kom Spóinn á markað. Varan var hugsuð sem tímalaus flík sem gat ferðast á milli kynslóða.

Andrea Fanney hannar og framleiðir nú Spóann úr dúnmjúkri Shetland ull. Varan kemur í tveimur stærðum og í tveimur litum. Litli Spóinn getur ferðast með einstaklingnum frá 4 ára aldri og út ævina. Spóann er hægt að nota sem herðaslá eða trefil og getur hreiðrað um sig á öxlum fullorðinna jafnt sem barna. Stærri útgáfan er fyrir þá sem vilja efnismeiri flík.


Þvottaleiðbeiningar / Washing Instructions
Handþvo 30°C / Hand Wash 30°C
Leggja flatt til þerris / Flat Dry

 

AUÐLIND

Minningarsjóður Guðmundar Páls Ólafssonar


Vængir spóans flytja okkar kærkomna vorboða heimshorna á milli en stærsti hluti stofnsins hefur vetursetu í Vestur-Afríku. Á Íslandi verpir hátt hlutfall heimsstofnsins, en talið er að um 40% tegundarinnar verpi á landinu. Samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað er spóinn einn af ábyrgðartegundum okkar og því ber okkur að gæta tegundarinnar og forðast röskun á búsvæði hennar.

Hluti ágóðans af vörunni rennur nú sem áður fyrr til votlendisverkefnis Auðlindar. Verkefnið VOTLÖND snýst um að efla votlendi Íslands og styrkja gæði og þjónustu sem votlendi veita svo sem bindingu kolefnis, miðlun vatns, hringrás næringarefna og þar með að vernda fjölbreytni lands og lífríkis. Á mörkum votlendis og móa er kjörlendi spóans og þar er þéttasta varpið.

Til minningar um Guðmund Pál Ólafsson rithöfund, náttúrufræðing, náttúruljósmyndara og náttúruverndara. 
audlind.org