AD - September kjóll
AD - September kjóll
AD - September kjóll
AD - September kjóll
AD - September kjóll
AD - September kjóll

AD - September kjóll

Verð
32.000 kr
Söluverð
32.000 kr

September kjóll
Kjóllinn er prjónaður úr enskri ull sem er hlý og heldur sér virkilega vel eftir mikla notkun. Bandið er örlítið litasprengt sem gefur flíkinni einstakt yfirbragð.

 

Meðhöndlun á flík
Gott er að viðra flíkina og oftast er það nóg. 
Þessi flík þolir að fara í þvottavél á ullarstillingu með ullarsápu, þeas. ef þú þekkir þvottavélina og veist að hún meðhöndlar flíkina vel. Ekki allar vélar með ullarstillingu gera það. Fyrir þá sem eru ekki í góðu sambandi við þvottavélina sína getur verið öruggast að fara með flíkina í hreinsun.
Hægt er að blettahreinsa eða handþvo með volgu vatni og mildri ullarsápu.

 

AD
Er stofnað árið 2017 af fatahönnuðinum og jógakennaranum Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur. AD vill leggja sitt af mörkum við að skapa vistvænan feril er viðkemur framleiðslu, upplifun og notkun á fatnaði. AD vill einnig vekja athygli á þeim verðmætum sem felast í prjónaverksmiðjunni VARMA í hinum hverfula heimi fataframleiðslu á Íslandi, ekki síst í sögu- og menningarlegu samhengi.

 

Kostir þess að klæðast náttúrulegum hráefnum
Flíkur úr náttúrulegum hráefnum eru með "náttúrulega" tíðni. Atóm sem búa til allt í kringum okkar eru alltaf að titra á ákveðinni tíðni. Frá hverju einasta líffæri í líkamanum þínum yfir í stólinn sem þú situr á, allt ómar í ákveðinni tíðni. Hærri tíðni fylgir betri heilsa - en það er hugmyndafræði sem hefur verið samþykkt í mörgþúsund ár í austurlenskum læknavísindum en er nýrri fyrir okkur í vestræna heiminum. Þetta er líffræði sem við erum að læra meira og meira um eftir því sem tæknin til þess að mæla tíðni verður betri. Sum okkar hafa heyrt þetta áður í gegnum jógaiðkun, að náttúrulegar trefjar hjálpi til við að eyða burtu stíflum í orkuflæði líkamans.